Nýr Þór


Kæru Vestmannaeyingar og gestir!
Nýr Þór siglir til eyja á laugardaginn og opið skip til sýnis á sunnudag.
Kæru Vestmannaeyingar og gestir!
Nýr Þór siglir til eyja á laugardaginn og opið skip til sýnis á sunnudag.
Nýjasta björgunarskip flotans er væntanlegt til heimahafnar nk. laugardag. Áætlað er að Þór leggist að bryggju í Vestmannaeyjum kl. 14:10. Í framhaldinu verður stutt athöfn þar sem báturinn fær blessun og honum gefið formlega nafn. Þessi athöfn er fyrir félagsmenn Björgunarfélagsins og boðsgesti.
Almenningi gefst kostur á að skoða hið nýja og glæsilega björgunarskip á sunnudaginn og verður Þór til sýnist milli 12 og 18.
Við hlökkum mikið til að geta sýnt ykkur skipið og viljum við bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin, og hvetja ykkur til að fara varlega á bryggjunni.
Góða helgi og sjáumst á sunnudag!