Áramótarkveðja


Björgunarfélag Vestmannaeyja óskar Eyjamönnum sem og Landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. Þökkum stuðningin síðastliðinn eitt hundrað árinn. 

Björgunarfélag Vestmannaeyja óskar Eyjamönnum sem og Landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. Þökkum stuðningin síðastliðinn eitt hundrað árinn. 
En þann 4 ágúst 2018 verða kominn eitt hundrað ár frá því að Karl Einarsson þáverandi sýslumaður og þingmaður boðaði fjölda eyjamanna á einkafund. Fundarefni var að ræða um stofnun björgunarfélags og kaupa á björgunarskip. Slysin, sem fylgdu vélbátavæðingunni, vöktu menn til alvarlegra umhugsunar um björgunarstarfsemi. Manntjónið, eignatjónið og atvinnutjónið sem báta missir fylgdu var svo ægilegt, að ekki varð komist hjá, en reyna að ráða á því einhverja lausn á þessu máli. Mönnum blöskraði stundum sú aðferð, sem oft varð að nota í neyðinni en þá voru sjó hraktir menn, sem nýsloppnir voru úr sjávar háskanum í land beðnir að fara aftur í illviðri og máttmyrkur til að leita að bátum sem ekki höfðu skilað sér í landi. Á þeim fundi var samþykkt að stofna slíkt félag og að hefja fjársöfnun.

Hægt að lesa söguna hérna: