Eldgos

Fimm einstaklingar eru núna á leiðinni til aðstoðar á svæði 16. Tveir koma til með að aðstoða við að manna svæðisstjórn en hinir 3 eru á Lunda 2 að aðstoða við öll þau tilfallandi störf sem þarf að sinna við...

Aðalfundur Björgunarfélags Vestmannaeyja

Fimmtudaginn 8 apríl síðastliðinn var aðalfundur Björgunarfélagsins. Þar skrifuðu 3 eintaklingar undir eiðstaf félagsins og urðu þar með fullgildir félagar í Björgunarfélaginu. Óskum við þeim til hamingju með þetta og bjóðum þeim velkomin í sveitina.

Aska gæti fallið í Eyjum á laugardag

Um þessar mundir berst mikil aska frá eldgosi í Eyjafjallajökli. Askan berst þessa stundina ekki til Vestmannaeyja enda hefur vindur blásið að mestu leyti úr vestri síðan gosið hófst og þannig beint gosmekkinum frá Eyjum. Samkvæmt veðurspánni...

Fimmvörðuháls 26 mars 2010

Fyrsta myndaalbúm ársins 2010 er komið inn, en það inniheldur myndir frá nokkrum félögum sem skeltu sér á Fimmvörðuháls til eldgosaskoðunar 26 mars, albúmið má skoða Hér    

Aðalfundur Björgunarféla vestmannaeyja

Aðalfundur Björgunarfélags Vestmannaeyja og Björgunarbátasjóðs Vestmannaeyja.   Verður haldinn fimmtidaginn 8.apríl og hefst hann kl 20:00. Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál.   Fyrir fundinn verður verður borðhald og hefst það kl 19:00.

Eldgos hafið í Eyjafjallajökli

Eldgos er hafið í Eyjafjallajökli.  Öskufall er staðfest í Fljótshlíðinni.  Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna eldgossins og áætlun vegna eldgoss í Eyjafjallajökli hefur verið virkjuð.  Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð er virkjuð  og áhöfn er að hefja störf:   ...

Óveðursaðstoð.

Það sem er af er deginum höfum við farið í og um 180 verkefni. Nú þegar þetta er skifað þá er komið skaplegasta veður og gengur vel að hreinsa bæinn.

Óveðursaðstoð

Um kl 06:00 í morgun komu boð um aðstoð vegna veðurs.

Útkall F2-Gulur

 Kl 22:38 var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út vegna neyðarblys sem sást austan við Eyjar.  Verið er að leita á svæðinu á B.b Þór en að sögn landhelgisgæslunar er ekki vitað um neina báta á þessu svæði. Lögreglan telur að blysinu...

Smábátaskipanám "12 metra réttindi"

Viljum við hvetja félagsfólk að fara á þetta námskeið, einnig er hægt að sækja um niðurgreiðslu til félagsinns.

Vettvangsstjóranámskeið.

Ef það er áhugi fyrir þessu námskeiði þá vinnsamlegast hafið þá samband við Adda þórs í síma 8966815.

Félagsfundur

Á miðvikudag verður félagsfundur hjá okkur og hefst hann kl 20:00.

Óveðursútkall

Á þriðja tímanum í dag var boðað út hjá Björgunarfélaginu og þá þegar voru nokkur verkefni sem biðu.

Flugeldasala á Þrettánda 8.jan

Flugeldasalan hjá okkur verður opin föstudaginn 8. jan frá kl 13.00 til 19.00.                                                                                                                                                        

Gleðilegt ár

Björgunarfélag Vestmannaeyja óskar eyjamönnum nær og fjær gleðilegs árs og þakkar félagið fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.

Glæsilegt tertuúrval eins og alltaf

 Í ár er tertuúrvalið fjölbreytt eins og alltaf en núna höfum við opnað á þann möguleika að hægt er að horfa á myndband af tertunum. 

Flugeldasala Björgunarfélags Vestmannaeyja

Nú líður að því eyjamenn skjóti upp gamla árinu og fagni því nýja. Björgunarfélag Vestmannaeyja (BV) selur fyrsta flokks flugelda sem er ein helsta tekjulind félagssins en undanfarin ár hafa eyjamenn stutt vel við bakið á BV. Félagsmenn BV...

Flugeldavinna

Á morgun sunnudag verður lögð loka hönd á undirbúning vegna flugeldasölu. Hafist verður handa kl: 13:00.

Jólakveðja frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja.

    Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja óskar öllum félögum og velunnurum gleðilegra jóla með þakklæti fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða, lifið heil.

Beiðni um aðstoð vegna veðurs.

Í morgun um kl 09:30 var ræst út vegna óveðursverkefna og fystu menn komu fjlótlega í hús.