Óveðursaðstoð

Um kl 22:40 kom beiðni frá 112 um að skemmtibátur hefði stlitnað frá flotbryggju og borist upp að grjótgarði við bryggjuna. Fjótlega tók að koma böndum á bátin og var farið með hann á næstu bryggju og bundinn þar tryggilega,...

Flugeldar, Flugeldar..

Gert er ráð fyrir að gámatæming verði á fimmtudaginn 16 des og byrjað verður kl 20:00. Sent verður út SMS á fimmtudag með frekari upplýs. Kv stjórnin                                                                                        .                                                                                                                                            

Fundur um almannavarnir og breytingu á skipulagi almannavarna

Fundur með viðbragðsaðilum hér í eyjum mánudaginn 20 des og hefst kl 13:30, fundarstaður er Agogeshúsið og munu fulltrúar frá almanavarnardeild ríkislögreglustjóra kynna þetta mál.   Vonum við að sem flest mæti.  

Sala Neyðarkalls björgunarsveita hefst í dag

Í dag hefst sala Neyðarkalls björgunarsveita um land allt. Líkt og áður er um að ræða sölu á litlum neyðarkalli á lyklakippu og í ár er hann eftirmynd rústabjörgunarmanns. Sjálfboðaliðar félagsins munu bjóða Neyðarkall til sölu á...

Höfðingleg gjöf

Slysavarnardeildinn Eykyndill færði björgunarsveitinni myndalega peningagjöf.

Björgun 2010

Þann 22. – 24. október n.k. verður ráðstefnan Björgun 2010 haldin á Grand Hóteli í Reykjavík. Björgun er nú haldin í 11. skiptið og að þessu sinni verða tæplega 60 fyrirlestrar í boði, fluttir af innlendum sem...

Æfing og útkall

Á laugardaginn, 2 okt síðastliðinn mættu 9 félagar úr Björgunarfélagi Vesmannaeyja á afmælisæfingu FBSR, æfingin hófst kl 6 um morguninn og skipti hópurinn sér í tvennt, annar fór í stutt leitarverkefni en hinn fór í aðeins lengra leitarverkefni. Svo sameinuðust...

Afmælisæfing Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík

Í tilefni af 60 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík mun sveitin standa fyrir stóræfingu 2. október næstkomandi. Sveitum af öllum landinu er boðin þáttaka og vonumst við til að sem flestar sveitir af landinu öllu sjái sér...

Landshlutamót unglingadeilda 2010

Landshlutamótið 2010 var haldið í Vestmannaeyjum daganna 9-11 júlí i frábæru veðri og var þetta eitt það stærsta landshlutamót sem hefur verið haldið í manna minnum , en þáttakendur á mótinu voru um 250 talsins. Margir lengdu mótið og komu...

Útkall F1 Rauður

Björgunarfélagi Vestmannaeyja barst útkall klukkan 20:26 núna í kvöld að bátur með 3 farþega væri að reka upp við bjargið við Stórhöfða. Björgunarsveit Vestmannaeyja voru mjög snöggir á vettvang og komu aðliðunum til bjargar. Björgunarfélagið notuðust við...

Landshlutamót Unglinadeilda í Eyjum um helgina.

    Von er á u.þ.b 250 manns á landshlutamót um helgina og mun þetta vera útilega í Skátastykkinu. Fjölbreytt dagskrá verður í boði á laugardaginn t.d sig, ratleikur, rústabjörgun og ýmsar skemmtilegar þrautir. Eykyndill mun bjóða upp á hádegismat og...

B.S Þór

Vegna viðhalds á báðum vélum Þórs, verður báturinn í slipp í nokkurn tíma. Vonum við að þetta taki ekki langan tíma, en hjá þessu var ekki komist vegn bilanna sem komu í ljós við reglubundið viðhald.    

Sjómenn ti hamingju með daginn.

Sendum sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra bestu hamingjuóskir á sjómannadaginn.   Viljum Minna á kaffisölu Eykindilskvenna í Alþýðuhúsinnu á sunnudag frá kl 14:30.

B.S LIV frá færeyjum í heimsókn

Nú í kvöld fáum við heimsókn til eyja B.S. LIV frá Færeyjum og gert er ráð fyrir því að LIV komi til með að vera hjá okkur fram á miðvikudagsmorgun. Ætlum við að taka vel á móti þessum nágrönnum okkar frá færeyjum...

Námskeið fyrir vélaverði á B.S. Þór

Þeir sem starfa við B.S. þór og hafa áhuga á þessu námskeiði og telja að þau eigi erindi á þetta námskeið, hafi samband við undirritaðan í síma 8966815 eða lundi1@simnet.is        

v/ Öskufalls á Heimaey

Fréttatilkynning Björgunarfélag Vestmannaeyja   Í ljósi þess mikla öskufalls sem orðið hefur í Vestmannaeyjum hefur Björgunarfélagið ákveðið að aðstoða bæjarbúa í hreinsun. Viljum við biðja fólk sem ekki hefur getu eða heilsu til að þrífa húsþök sín og smúla stéttir að hafa samband við...

Öskufall og viðbrögð við öskufalli.

Grímur  er til afhendingar á lögreglustöðinni, viljum við benda fólki á að hægt er að nota þessar grímur í þó nokkur skifti áður en þær skemmast.   Einnig viljum við benda ökumönnum að stilla hraða ökutækja í hóf, þannig að rykmeingun  sé...

Annasamur dagur á B.S. Þór.

Nokkuð hefur verið um verkefni á Þór síðastliðin sólarhring, um eitt leitið í gær vorum við fengnir til að aðstoða trillu sem var í vélavandræðum en trilluni var síðan silt til eyja á eigin vélarafli. Síðan um þrjú leitið í...

Landshlutamót unglingardeilda á suðurlandi.

Verður haldið helgina 9-11.júlí í vestmannaeyjum.

Peysudagur Sl 11.mai.

Nú mætum við öll í rauðu peysunum okkar í vinnu og skóla þriðjudaginn 11. mai.