Aðalfundur Björgunarfélags Vestmannaeyja

 Aðalfundur Björgunarfélagsins verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl kl. 20.Borðhald hefst kl. 19.Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í stjórn eru beðnir um að hafa samband við stjórnina.

Fyrsta hjálp 1 fyrir eldri nýliða og fullgilda

 Fyrsta hjálp 1 verður kennd í Vestmannaeyjum helgina 11.-14. apríl af Einari Erni Arnarssyni.Það kemur inn ný þekking á hverju ári þannig að ef langt er liðið hvetjum við fullgilda meðlimi að nýta sér þetta tækifæri.

Laugavegsganga í kyrruviku

 Nokkrir félagar úr BV ætla að reyna við Laugaveginn í vikunni og óska eftir öðrum sem hafa áhuga á að fara með.

Námskeið í vikunni

 Tvö námskeið verða haldin í húsnæði félagsins í vikunni og eru bæði opin öllum félagsmönnum sem áhuga hafa.

Félagsfundur

 Félagsfundur verður haldinn í húsnæði félagsins fimmtudaginn 7. feb. kl. 20.Allir félagsmenn hvattir til að mæta og kynna sér hvað er á döfinni þessa dagana.Starfsmaður hefur lofað að bjóða upp á góðgæti.

Kynningarfundur vegna nýliðunar 25 og eldri

 Björgunarfélag Vestmannaeyja mun á 95. starfsári sínu taka upp þau nýmæli að taka inn með skipulögðum hætti nýja meðlimi sem eru 25 ára eða eldri.Kynningarfundur þess efnis verður haldinn í sal Skátaheimilisins fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.Fundur þessi verður í...

Gengu upp Gígjökul

Þrír félagar fóru við fjórða mann upp Gígjökul og gistu í snjóhúsi í eitt þúsund metra hæð í æfingarferð sem farin var helgina. Farið var á Lunda 1 með Herjólfi föstudagskvöldið, og komið við í Reykjavík og farið með tuðru...

frettapyramidinn

Eyjasýn veitir Björgunarfélaginu viðurkenningu

fyrir framlag til samfélagsmála 2012.

Flugeldasalan opnar - Hvað er í boði?

 Eins og venjan er, opnar flugeldamarkaður Björgunarfélags Vestmannaeyja í dag kl. 13 á Faxastíg. 

Jólakveðja

 Björgunarfélag Vestmannaeyja óskar öllum sínum félagsmönnum, bæjarbúum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla með von um farsælt nýtt ár og miklar sprengingar um áramótin.

Skipalyftan styrkir BV

 Í sönnum jólaanda styrkti Skipalyftan ehf.  Björgunarfélag Vestmannaeyja um 150 þúsund kr. undir lok aðventunnar. Styrkurinn er vel þegin og sýnir að Skipalyftan kann að meta það starf sem félagið vinnur allan ársins hring.

Ekkert fikt!

 Félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja gerðu víðreist á dögunum og fóru alla leið yfir í Barnaskólann, þar sem þeir héldu erindi um rétta meðhöndlun flugelda. Hlýddu á nemendur í 8.-10. bekk og er vonandi að eitthvað hafi síast inn. Viljum einnig minna björgunarsveitarmenn...

Félagsfundur

 Félagsfundur verður haldinn í húsnæði félagsins þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20:00.

Óveðursútköll á árshátíð

 Einhverjar eftirhreytur hafa verið á veðrinu því Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út til að hefta fok klæðningar á húsi í nágrenninu meðan árshátíð félagsins stóð sem hæst.Komu hátíðarhöldin ekki að sök því verkefnið var leyst með prýði.Fyrr um kvöldið hafði...

Óveðursútköll og Neyðarkallasala

 Frá klukkan hálf 12 hefur Björgunarfélag Vestmannaeyja farið í all nokkur verkefni og eru verkefnin enn að týnast inn, ef fólk þarf aðstoð frá Björgunarfélaginu bendum við þeim á að hafa samband við 112.    Einnig viljum við minna fólk á Neyðarkallasöluna...

Árshátíð Björgunarfélagsins 2012

Árshátíð Björgunarfélags Vestmannaeyja verður haldin laugardaginn 3. nóvember næstkomandi í húsnæði félagsins.

Neyðarkallinn

Afhending á Neyðarkallinum fer fram 2. og 3. nóvember. Mikilvægt er að allir félagsmenn leggji söfnuninni lið og gefi sér þó ekki sé nema stuttan tíma því þetta er gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir félagið.

Eykyndill styrkir bs. Þór

Slysavarnardeildin Eykyndill færði bs. Þór veglega gjöf á dögunum.Hafði deildin safnað 1250 þúsund krónum til að auka björgunargetu skipsins og verður sá peningur nýttur til kaupa á glæsilegri hitamyndavél sem mun gera skipið öflugra í leit og björgun á sjó,...

Björgun 2012

Ráðstefnan Björgun verður haldin 19.-21. okt. á Grand Hótel í Reykjavík.Björgunarfélag Vestmannaeyja bíður áhugasömum félagsmönnum á ráðstefnuna.Mikið úrval fyrirlestra í boði.Farið verður á farartækjum félagsins til borgarinnar um föstudagsmorguninn og heim á sunnudag með kvöldmatarferðinni. Skráning og nánari upplýsingar á lundi1@simnet.is...

Unglinga og nýliðastarf Björgunarfélags Vestmannaeyja

Kynningarfundir fyrir unglinga og nýliða starf félagsins hefst í næstu viku. Á mánudaginn verður kynning fyrir unglingadeildina, þá krakka sem eru í 9 og 10 bekk grunnskólans og á miðvikudaginn verður kynningarfundur fyrir nýliðastarfið, það er, þau sem eru fædd...

2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13